Ferill 1027. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1641  —  1027. mál.




Svar


matvælaráðherra við fyrirspurn frá Berglindi Ósk Guðmundsdóttur um kostnað við auglýsingagerð, kynningarmál, viðburði og ráðstefnur.


     1.      Hver var kostnaður ráðuneytisins og stofnana þess við auglýsingagerð og kynningarmál árin 2022 og 2023? Svar óskast sundurliðað eftir auglýsingaherferðum.
    Við vinnslu á svari við þessum tölulið fyrirspurnarinnar var tekinn saman heildarkostnaður vegna auglýsingagerðar og birtinga, sem tekur m.a. til sértækra verkefna, viðburða og atvinnuauglýsinga á vegum ráðuneytis eða stofnunar. Þá var tekinn inn í svarið kostnaður við hönnun og birtingu. Undanskilinn í svari er kostnaður vegna norræns og alþjóðlegs samstarfs (m.a. funda ráðherra), vinnufunda og starfsmannaviðburða. Einnig er kostnaður vegna lögbundinna birtinga í Stjórnartíðindum og Lögbirtingablaðinu undanskilinn.
    Undir ráðuneytið heyra fimm stofnanir, Hafrannsóknastofnun, Matvælastofnun, Fiskistofa, Verðlagsstofa skiptaverðs, sem samrekin er með Fiskistofu, og Land og skógur. Land og skógur varð til 1. janúar 2024 með sameiningu Landgræðslunnar og Skógræktar ríkisins. Í kjölfarið voru fjárlagaliðir stofnanna lagðir niður og nýr fjárlagaliður Lands og skógar tekinn í notkun. Í ljósi þessa var tekin ákvörðun um að undanskilja nýja stofnun frá svarinu.

Kostnaður við auglýsingagerð og kynningarmál sundurliðað eftir auglýsingaherferðum 2022 2023
Matvælaráðuneytið alls
Matvælaþing 2.048.693 2.247.293
Auðlindin okkar 4.062.037 1.531.338
Stefnumótun og lagasetning í lagareldi 15.500
Kynningarfundur um eflingu kornræktar 70.500
Málþing Biodice um vistkerfisnálgun 15.500
Kynning á skýrslu um eflingu lífrænnar matvælaframleiðslu 46.500
Landbúnaðarverðlaunin 306.978
Styrkir til verkefna og viðburða á málefnasviðum ráðherra 576.964
Ýmsar auglýsingar vegna búvörusamninga 469.097 365.077
Auglýsingar vegna starfa o.fl. 5.617.005 979.865
Hafrannsóknastofnun
Atvinnuauglýsingar 1.228.142 1.922.836
Logo og kynningar 1.289.192 678.080
Matvælastofnun
Auglýsingar vegna starfa o.fl. 1.405.935 1.172.204
Fiskistofa
Atvinnuauglýsingar 193.331
Ýmsar auglýsingar í sjávartengdum fjölmiðlum 99.200 62.000
Samtals matvælaráðuneytið og stofnanir þess 16.796.265 9.607.002

     2.      Hvernig skiptist birtingarkostnaður ráðuneytisins og stofnana þess eftir innlendum og erlendum miðlum árin 2022 og 2023?
    Við vinnslu á svari við þessum tölulið fyrirspurnarinnar var tekinn saman allur kostnaður vegna birtinga á auglýsingum í prent-, vef- og samfélagsmiðlum, greindur eftir innlendum og erlendum birtingum. Einnig fellur undir í svarinu birtingarkostnaður vegna auglýsingaherferða, viðburða/ráðstefna og starfa sem auglýst eru. Kostnaður vegna birtinga í Stjórnartíðindum og Lögbirtingablaðinu er undanskilinn í svarinu.
    Svarið tiltekur allan kostnað sem fellur undir svar við 1. tölul., sundurliðaðan milli innlendra- og erlendra miðla.
    Undir ráðuneytið heyra fimm stofnanir, Hafrannsóknastofnun, Matvælastofnun, Fiskistofa, Verðlagsstofa skiptaverðs, sem samrekin er með Fiskistofu, og Land og skógur. Land og skógur varð til 1. janúar 2024 með sameiningu Landgræðslunnar og Skógræktar ríkisins. Í kjölfarið voru fjárlagaliðir stofnanna lagðir niður og nýr fjárlagaliður Lands og skógar tekinn í notkun. Í ljósi þessa var tekin ákvörðun um að undanskilja nýja stofnun frá svarinu.

2022 2023
Matvælaráðuneytið
Innlendir miðlar 11.617.868 4.467.636
Erlendir miðlar 1.155.928 1.110.915
Hafrannsóknastofnun
Innlendir miðlar 2.517.334 2.418.645
Erlendir miðlar 182.271
Matvælastofnun
Innlendir miðlar 1.405.935 1.172.204
Erlendir miðlar
Fiskistofa
Innlendir miðlar 99.200 255.331
Erlendir miðlar

     3.      Hver var kostnaður ráðuneytisins og stofnana þess við viðburði og ráðstefnur árin 2022 og 2023?
    Við svar á töluliðnum var tekinn saman heildarkostnaður við viðburði og ráðstefnur á vegum ráðuneytisins og stofnana þess, þar á meðal kostnaður sem þegar hefur verið tilgreindur í svari við 1. og 2. tölul. (hönnunarkostnaður og auglýsingagerð vegna viðburða, sem og birtingakostnaður). Við svar við þessum tölulið bætist svo kostnaður vegna viðburðahaldsins sjálfs, svo sem leiga á húsnæði, streymi, viðburðastjórnun, myndataka og veitingar.
    Undanskildir í svarinu eru lokaðir fundir á vegum ráðuneytisins, stofnana eða samstarfsaðila þess.
    Undir ráðuneytið heyra fimm stofnanir, Hafrannsóknastofnun, Matvælastofnun, Fiskistofa, Verðlagsstofa skiptaverðs, sem samrekin er með Fiskistofu, og Land og skógur. Land og skógur varð til 1. janúar 2024 með sameiningu Landgræðslunnar og Skógræktar ríkisins. Í kjölfarið voru fjárlagaliðir stofnanna lagðir niður og nýr fjárlagaliður Lands og skógar tekinn í notkun. Í ljósi þessa var tekin ákvörðun um að undanskilja nýja stofnun frá svarinu.

Kostnaður við viðburði og ráðstefnur 2022 2023
Matvælaráðuneytið
Matvælaþing 16.368.728 15.504.310
Auðlindin okkar 10.745.673 5.041.130
Stefnumótun og lagasetning í lagareldi 807.000
Kynningarfundur um eflingu kornræktar 486.210
Málþing Biodice um vistkerfisnálgun 697.800
Kynning á skýrslu um eflingu lífrænnar matvælaframleiðslu 538.800
Landbúnaðarverðlaun 270.624 639.458
Þátttaka í sjávarútvegssýningu 1.860.000
Hafrannsóknastofnun
Vísindavaka Rannís 239.938 954.428
Sjómannadagurinn 688.543 403.180
Vísindaferð – móttaka háskólanema 133.636
Málstofur og móttaka hópa 133.892 272.660
Matvælastofnun
Opinn fundur vegna riðumála 26.850
Fiskistofa
Sjávarútvegssýningin 2022 2.418.000
Kynning á Fiskistofu fyrir erlenda aðila 154.000